Kuldinn herjar á okkur í Grænlandi

 Ekkert óvenjulegt við að það sé kalt í Grænlandi, en þetta er reglulega burrrrrrrrr Errm

Í morgunn þegar í fór út að setja bílinn í gang var mér óvenjulega kalt. Bíllinn hrökk í gang eftir að hafa gefið merki um að nú var andsk...... kalt.

Eitt af því sem ég geri yfirleitt á hverjum degi er að kíkja inn á mbl.is og les fréttir og tjékka á veðrinu. Einhver skyldurækni kannski. svo datt mér í hug að það væri kannski einhver heima sem kíkti inn hér og léti sig dreyma um að koma í kuldann til okkar hér.

Óvenjulega kalt. Mjög langt tímabil með miklum kulda hefur herjað á okkur hér í Grænlandi. Í Nuuk á vesturströndinni var staðan þannig þegar ég athugaði stöðuna síðast - 26 gráður. Töluverður vindur sem gerir það að verkum að kuldafaktor er niðri í - 42 gráðum 

Spáin fyrir helgina segir frost á nóttinni undur -30 gráður. Hafið er byrjað að frjósa til og trufla siglingar. Þannig er ís orðinn landfastur hér rétt norðan við Nuuk.

Þótt oft sé kalt í Grænlandi er þetta óvenjulega kalt á vesturströndinni við Nuuk. Þannig segja mælingar að fyrsta vika í fenrúar sé töluvert undir meðaltali. Þannig var meðaltal fyrstu viku febrúar samkvæmt mælingum DMI (Danmarks Meteralogiske Institut) 1961-1990 mínus 7,8 gráður. Nú 2008 er meðaltal fyrstu viku febrúar 14,8 gráður. 

Svona er nú það. Læt mér því nægja að hlýna um hjartarætur, og hugsa heim.

 


Félagslegar aðstæður eru margar aðstæður

Kveðja frá Grænlandi.

Slæmar félagslegar aðstæður, góðar félagslegar aðstæður, bættar félagslegar aðstæður. Ef maður velur að gera heimildarþátt fyrir sjáonvarp um eingöngu stórkostleg félagsleg vandamál þá er hægt að gera þáttinn hvar sem er að mínu mati. Það þarf ekki Grænland til. 

Og það er það sem ég sá í heimildarþætti frá danska sjónvarpinu í fyrradag, og aftur í gærkvöldi, og þá með grænlenskum texta. Það eru félagsleg vandamál í Grænlandi, á því leikur enginn vafi. Og ég held að enginn sé að reyna að fela það. En það eru framfarir, uppbygging, aukin menntun unga fólksins sem vega upp á móti. Mér dettur ekki í hug að fara að kenna einu eða neinu um af hverju þetta allt er eins og það er. það læt ég aðra um. Ég  hef mínar skoðanir um þau mál, og það má bíða betri tíma. Grænlendingar líkt og við íslendingar óska sér betri tíð og blóm í haga. Þetta tekur tíma og mun að mínu mati lukkast vel. Málið snýst að mínu mati um tíma.

Það sem gæti verið áhugavert er að sjá hvort eitthvað komist á blað um hvenig ég persónulega lít á hið daglega líf hér og þá sem eiginmaður, giftur Bendo, Sem faðir fjögurra barna sem öll eru grænlensk. Afi fjögurra barna, og eitt á leiðinni (næsta mánuði) Búsettur hér frá 1971, með hléum. Ég hef, og geri enn, litið á það sem viss forréttindi að hafa fengið tækifæri til að eyða stórum hluta af mínum nú 58 æviárum hér í Grænlandi.

 

Grænland er að mínu mati PERLA í sjálfum sér. Náttúran á sér engan líka. Íbúar þessa lands og menning, það stórkostlegasta sem ég hef kynnst. Kannski get ég skrifað sögu og aðra sem segir frá jákvæðum hliðum mála hér í þessu góða landi, sem hefur alltaf tekið mér vel. Það eru margir sem sjá um að fræða um hinar dökku, og að sjálfsögðu skal það vera með.

En vandamál eru verkefni sem þarf að vinna að þvi að bæta og leysa. Og þetta skeður ekki bara af sjálfu sér, og sérstaklega ekki ef aðeins er lítið á málin frá einni hlið. Mér er mikið í mun að börnin mín og barnabörn, og öll börn í Grænlandi fái góðan uppvöxt og möguleika í framtíðinni.

Látum okkur nú sjá hvað ég er duglegur við að skrifa mitt. Kannski ég standi við það sem ég hafði lofað mér. og það er að segja frá Grænlandi á minn hátt.

Með bestu kveðjum frá Nuuk

Guðmundur (Gujo) Þorsteinsson


Gifting í Nuuk 07-07-07

Lars og Susan Johnsen

17 júní alveg sama hvar maður er.

Til hamingju með daginn. Mér þykir alltaf vænt um 17 júní. Og sama hvar ég er staddur daginn þann gleðst ég innilega. Nú búsettur í Nuuk í Grænlandi breytir engu þar um. Og það segir svolítið um það að maður hugsar heim, að þegat ég ræsti tölvuna snemma í morgunn var það fyrsta að komast að því hvernig veðrið væri heima á Íslandi. Og mér sýnist á öllu að landinn geti verið utandyra og notið dagsins og öllu sem boðið verði uppá af skemmtun. Hér í Nuuk er hinsvegar "typiskt" 17 júní veður. Rigning.

Í minni litlu fjölskyldu er haldið uppá þetta með "surprise" Litlu barnabörnin koma með morgunbakkelse handa afa "ittu" eins og það heitir á íslensku. Öll 4 eru mjög meðvituð hvaðan þau eru ættuð í afalegg. Komast ekki hjá því því kallin er svolítið stolltur af því að geta rekið ættir langt aftur í tímann með aðstoð Íslendingabókar Háskólans. Eitthvað kippir í kynið. Ég veit ekki hvort þessi fýlingur verður endilegra  eitthvað magnaðri á 17 júní. Alleveganna hugsar maður heim þennann dag. Góðar minningar hvernig sem veðraði þann daginn.

'a síðasta ári var ég svo heppinn að vera heima. Skemmti mér konunglega allan daginn. Það má segja að punkturinn yfir iiið hafi verið í Laugardalshöllinni þegar strákarnir okkar í handboltanum sendu Svíana útá hliðarlínu HM sem áhorfendur. Nú í kvöld eru það Serbar sem gista Höllina. Sem mikill stuðningsmaður landsliðsins mun ég sitja við lýsingu leiksin og vona það besta. Á satta ð segja ekki von á öðru en sigri. Gangi þeim vel. Gleðilega hátíð.


Kvennalandslið í hörkuformi.

Frábært hjá stelpununum í dag. Góð þrjú stig í pottinn eftir sigur á Frökkum. Þetta er góður árangur. Meiri pening í kvennaboltann.!!! Þær hafa verið að sýna það á undanförnum árum að þær geta þetta. En til þess þarf fullann styrk. Áfram Ísland.

Ég geri ráð fyrir að þessi árangur í dag hjá stelpunum í fótboltanum virki sem kvatning á strákana á morgun í leiknum á móti Serbum.


Flugfélag Íslands Hefur áætlunarflug til Nuuk í Grænlandi.

Sælt veri bloggið. Ég hef sko ekki verið duglegur að skrifa. En í dag hafði ég virkilega ástæðu til að skrifa nokkur orð. Tenging við við Ísland í beinu flugi sko. Bint til Nuuk í útlöndum. Gleðinnar dagur.

Þetta þýðir það að maður kemst í heimsókn heim til Íslands og fólk getur komið í heimsókn og það á viðráðanlegu verði. Gleðinnar dagur. Verið velkominn. Grænland hefur uppá margt að bjóða. Og þar sem ég veit hvað Ísland hefur uppá að bjóða ætla ég að skella mér í næstu viku. Gott hjá þeim Flugfélagsmönnum.


Tvö HM landslið, hraðari hjartsláttur.

Ekki tókst það hjá mér að sjá leik Íslands á móti Frökkum í beinni. Ég þurfti að fylgjast með með stöðu mála í tölvunni á Live Score. Þar liðu stundum mínútur áður en staða kom upp á skjáinn. Ég kíkti aukalega nokkrum sinnum til að vera öruggur. Er staðan í hálfleik virkilega 18-8 fyrir Íslandi. Rosalega var þetta svakalega flott. Strákarnir að standa sig.

En lítum nú smávegis á þetta frá mínum bæjardyrum séð. Ég er mikill handboltakall hér í Grænlandi. Og í öllu mínu brölti hlotnaðist mér sá heiður að fylgja Grænlenska liðinu sem liðstjóri  á þeirra fyrsta heimsmeistarmót 2001 í Frakklandi.Þannig hefur mér áskotnast tvö frábær landslið. Íslenska liðinu hef ég alltaf fylgt, og Grænlenska liðið á mig allann. Og nú meira en áður vegna þess að sonur okkar leikur nú með Grænlendingum.heilmikill Íslendingur sem á Grænlenska móðir. Meira um það seinna. Hann verður sjálfur að sjá um það með því að standa sig.

En kíkjum nú á sérstaklega skemmtilega stöðu sem kom upp eftir lognmolluleik íslendinga á móti Slóvenum. Mér voru færðar heillaóskir þrátt fyri tap minna manna og margir töluðu um að nú væri gaman hjá Gumma.Málið var nefnilega það að flestir spáðu því að Ísland tapaði fyrir Frakklandi og vonarneisti var hjá handboltaáhugafólki hér að Græanland muni vinna Kúvæta. Og þá landar kærir væri komin upp sú staða að Ísland og Grænland myndi mætast i President Cup.Ég barðist um á hæl og hnakka. Hvernig átti ég að koma fólki hér í skilning um það að þessi staða kæmi aldrei upp. Allaveganna án þess að missa vini og vandamenn. Ekki gat ég sagt að ég tryði ekki á sigur Grænlendinga á Kúvæt. Þá var bara eitt eftir. Ég trúði því sjálfur, svo sannfærandi var ég. Ísland vinnur Frakkland.Og þar með ,því miður fáum við ekki að sjá Grænland - Ísland í beinni.Strákurinn minn fær ekki tækifæri að spila á móti Loga Geirs vini sínum, og öllum hinum sem hafa verið hans fyrimyndir í hans handboltatíð.

Ísland vann glæsilegan sigur, að sjálfsögðu. Grænland tapað. Grænalnd spilar á móti Áströlum á morgunn og vinna. Íslendingar vinna Túnis. Og hjartsláttur minn, í þessum tveimur handboltahólfum fer að slá eðlilega.

Góða skemmtun og áfram Ísland og Grænland. Haldið uppi heiðri norðuhjarans.


Gleðileg jól frá Grænlandi.

Best að byrja á veðurfréttum til að hressa svolítið uppá fólk heima í hitabylgjunni. Hér í Nuuk kl 15.00 aðfangadag er heiðskírt og logn, 13 stiga frost. Snjór yfir öllu. Getur ekki verið betra. Norðurljósin léku við okkur í gærkvöldi, dansandi um himininn. Og meira að segja stjörnuhrap með langan hala. Jólagjöfin í ár. Svo var bara að óska sér einhvers. Ég diplóinn óskaði að sjálfsögðu árs og friðar í heiminum , og stórann lottóvinning í desert. 

Eitt af því allra besta við að búa á Grænlandi er að jólin og allt í kringum þann tíma er mjög líkt og á Íslandi. Þessi tími er helgaður fjölskyldunni, matnum, og að sjálfsögðum gjöfum. Matargatið ég get varla beðið eftir að komast að borðinu í kvöld, á morgunn, og alla hina dagana. Hreindýrakjöt, rjúpa, hangikjöt, hamborgahryggur, sjósoðnar rækjur, hunangslegnar svartfuglsbringur o.s.frv.

Eins og sjá má á þessum skrifum gætir töluverðrar eigingirni. Að sjálfsögðu er nærvera við fjölskylduna hámark á þessum tíma. Yngstu börnin koma heim úr skóla erlendis frá. Barnabörnin koma núna á hverjum degi, og stunum oft á dag í heimsókn. dásamlegur tími.

En því má bæta við að auðvitað er söknuður heim til Íslands. Allt annað væri bara svindl. Þar eru mínar rætur. Ættingjar og vinir. Stórt knús til þeirra.

Fyrir hönd minnar fjölskyldu sendi ég bestu jólakveðjur heim á fornar slóðir.

 


Grænlenski jólasveinninn og hangikjötið í hús.

Ég verð að byrja á þessu með hamgikjötið. Það er komið í hús. Hangikjötið er málið þegar maður sem íslendingur um jól,fjarri góðu gamni, laufabrauði, Kringlunni, og ég tala nú ekki um skötuna blessaða En það skeður eitthvað með mig vitandi af kjötinu í geymslu fyrir átveisluna miklu. Ég byrja að bulla. Ekki að það sé eitthvað nýtt. Þekktur fyrir að bulla. Núna er bara eins og ég sé í einhverskonar hangikjötsvímu. Hugsa mikið heim á litla klakann. Fór að hugsa um jólasveininn. Hugsaði til baka þegar ég var strákur. Var sendur í sveit norður í Hrísey á hverju sumri. Var þar allt sumarfríið, og kom heim með norðlenskan hreim og töluvert af nýmælum í suðuríslenska orðabók. Og ef ég man rétt fannst mér í þá daga að bjúgnakrækir ætti að heita sperlaþjófur. Mér hefur alltaf þótt vænt um jólasveina. Og þá er sama hvort þeir heita Skyrgámur, Pottasleikir eða Finnbogi. En svona getur maður byrjað að bulla, bara af því að vita að hangikjötið er komið í hús.

Svo er stóra spurningin??? Er ekki jólasveinnin grænlenskur. Hér í Grænlandi er enginn í vafa. Allaveganna ekki póstþjónustan. Hingað berast hundruð þúsunda bréfa frá börnum um allann heim. Öllum þessum bréfum er svarað af grænlenska jólasveininum. Í mörgum bréfum er snuð frá litlum krílum sem hafa ákveðið að hætta. Stór súla full með snuddum stendur fyrir utan jólasveinaverkstæðið hér í Nuuk. Hér er líka stærsti jólabréfapóstkassi í heimi. vel á fjórða metra. Fullur af bréfum.

Ég ætla allaveganna að vera dipló. Ég bý í Nuuk. Hér líður mér vel. Og auðvitað er jólasveinninn grænlenskur Halo Styttist í hangikjötið, hvíta sósu, grænar baunir frá Ora , rauðkál, og jólabland í glas.


Timmi Jammi Jútt

Bloggið hefur stytt mér stundir. Að lesa það, meina ég. Þegar maður er langt að heiman, eru fréttir kærkomnar. Og bloggið gefur manni góða möguleika að fylgjast með hvað landinn er að pæla. Eftir að maður klikkar sig inná mbl.is og les fréttir dagsins að heiman, er bloggið gott sem eftirfréttir. Einskonar eftirréttur.  En svo kom sko að því að mér fannst kannski tími til kominn að prufa þetta sjálfur. Blogga smá frá Grænlandi.

 Og hvað svo? Hvers vegna Grænland?

Í æsku voru veðurfréttir eitt af því fyrsta sem kveikti áhuga minn á Grænlandi. Kannski ekki svo mikið hvernig veðrið var á þeim slóðum, heldur meira staðarnöfnin. Timmi Jammi Jútt (Timmiarmiut) hljómaði svo frábærlega að mínu mati. Kúlúsúkk (Kulusuk) frábært. Mér til mikillar gleði komst ég að því í minni fyrstu heimsókn á þessar slóðir 1973 að Grænlendingar höfðu ekki farið varhluta af veðurfréttum Útvarp Reykjavík. Ég hitti miðaldra grænlending sem vildi endilega tala við mig þegar hann komst að því að ég var frá Íslandi. Og viti menn hann sagði, og það með miklu stolti, og orðrétt suð suð austan fjórir. Kæra blogg. Mér fannst ég vera kominn heim.

 Annað sem ég man eftir úr æsku er bók úr bókasafni móðurafa míns. Þessi bók var í sérstöku uppáhaldi hjá mér, og er enn. Bókin heitir Grænland- Lýsing lands og þjóðar, og höfundur er Guðmundur Þorláksson. Útgefin 1948. Ári áður en ég fædddist. Ég blaðaði í þessarri bók sem polli og dáðist af myndunum af landi og þjóð. Eitt af því sem mér fannst athyglivert á þeim myndum sem er í bókinni er að það skyldu vera kindur og hestar í Grænlandi. Og á bls. 115 er mynd af manni með hest. Og þar stendur " Grænlenski bóndinn Abel á um 500 fjár, þrjá hesta og eina kú" Frábært. Og ég má til með að bæta því við að þessi ágæti maður varð síðan tengdapabbi minn. Kannki meira um það seinna.

Nú bý ég í Grænlandi. Hef búið hér með hléum í samanlagt 20 ár. Hér er gott að vera.Smile 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband