14.9.2008 | 11:14
Granninn í vestri
Ekki hissa á þessu. Grænland er náttúruperla. Geysilega stórt land sem hefur uppá svo margt að bjóða fyir gestinn. Fjölbreytni í náttúru sem mannlífi.
Vonandi leiðir þetta til aukinnar samvinnu á þessu sviði sem öðrum. Það er afgerandi að báðir njóti góðs af möguleikunum sem fyrir hendi eru.
Grænland vinsæll áfangastaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér var eitt sinn sagt að Grænland næði lengra en Ísland í allar fjórar höfuðáttirnar. Ég trúði því ekki fyrr en ég náði mér í landakort og sá að það var satt.
Bestu kveðjur til þín og þinna!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.9.2008 kl. 21:40
Hæ Helga. Gott að sjá þig hér. Já er þetta ekki magnað. Enda ekkert smá landflæmi. Og dásamlega fallegt, í allar áttir.
Vonandi tekst okkur að vinna saman í góðum málum í framtíðinni í þessum Vest- Norðurlöndum.
Grænlandsblogg Gumma Þ, 15.9.2008 kl. 14:19
Ég held að ferðaráðstefna v-norrænu þjóðanna hafi byrjað í dag í Reykjavík og stendur næstu tvo daga.
Jens Guð, 15.9.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.