Hamingjuóskir frá Grænlandi

Sunnudagurinn var frábær, og mánudagur enn betri. Það var alveg sérstök tilfinning að hitta fólk á förnum vegi og fá rigningu af hamingjuóskum með árangur íslensku strákanna á ÓL. Þeim var hrósað fyrir að vera eins og þeir eru. Þeir unnu hug og hjörtu fólks. Alveg sérstakir sögðu flestir. Með eindæmum hvað þeir berjast, sögðu aðrir o.s.frv. Yfirleitt þykir mér sko alveg ágætt að vera íslendingur, en þetta gaf svolítið pepp verð ég að viðurkenna. 

Ég lofaði að koma þessum kveðjum og hamingjuóskum til skila, og geri það hér með.

Velkomnir heim drengir. Gæti hugsað mér að vera til staðar til að hylla ykkur, og upplifa stemninguna. Kem næst Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband