Kvennalandslið í hörkuformi.

Frábært hjá stelpununum í dag. Góð þrjú stig í pottinn eftir sigur á Frökkum. Þetta er góður árangur. Meiri pening í kvennaboltann.!!! Þær hafa verið að sýna það á undanförnum árum að þær geta þetta. En til þess þarf fullann styrk. Áfram Ísland.

Ég geri ráð fyrir að þessi árangur í dag hjá stelpunum í fótboltanum virki sem kvatning á strákana á morgun í leiknum á móti Serbum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hjartanlega sammála. En þetta er bara með allt sem heitir kvenna-eitthvað. Við börðumst lengi fyrir því í skákinni að fá að halda okkar Íslandsmót jafnhliða karlmönnunum og það tókst fyrir rest. Svo leið drjúgur tími þar til fjölmiðlarnir fóru að greina frá úrslitum skáka dagsins í kvennaflokki. Það var ekki gert fyrr en við hringdum sjálfar í ríkisútvarpið og spurðum hvort við þyrftum páfann á mótið svo sagt yrði frá okkur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.6.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Grænlandsblogg Gumma Þ

Hafði ánægjuna af því að þjálfa kvennalið í handbolta í mörg ár hér í Grænlandi. Og það gaf mér mikið.  Sammála þér um stelpurnar. Að minnsta kosti gera jafn vel við bæði kyn. Og í sumum tilvikum þegar íþróttir á toppplani betur fyrir það lið eða einstaklinga sem skara frammúr

Grænlandsblogg Gumma Þ, 17.6.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband