Grænlenski jólasveinninn og hangikjötið í hús.

Ég verð að byrja á þessu með hamgikjötið. Það er komið í hús. Hangikjötið er málið þegar maður sem íslendingur um jól,fjarri góðu gamni, laufabrauði, Kringlunni, og ég tala nú ekki um skötuna blessaða En það skeður eitthvað með mig vitandi af kjötinu í geymslu fyrir átveisluna miklu. Ég byrja að bulla. Ekki að það sé eitthvað nýtt. Þekktur fyrir að bulla. Núna er bara eins og ég sé í einhverskonar hangikjötsvímu. Hugsa mikið heim á litla klakann. Fór að hugsa um jólasveininn. Hugsaði til baka þegar ég var strákur. Var sendur í sveit norður í Hrísey á hverju sumri. Var þar allt sumarfríið, og kom heim með norðlenskan hreim og töluvert af nýmælum í suðuríslenska orðabók. Og ef ég man rétt fannst mér í þá daga að bjúgnakrækir ætti að heita sperlaþjófur. Mér hefur alltaf þótt vænt um jólasveina. Og þá er sama hvort þeir heita Skyrgámur, Pottasleikir eða Finnbogi. En svona getur maður byrjað að bulla, bara af því að vita að hangikjötið er komið í hús.

Svo er stóra spurningin??? Er ekki jólasveinnin grænlenskur. Hér í Grænlandi er enginn í vafa. Allaveganna ekki póstþjónustan. Hingað berast hundruð þúsunda bréfa frá börnum um allann heim. Öllum þessum bréfum er svarað af grænlenska jólasveininum. Í mörgum bréfum er snuð frá litlum krílum sem hafa ákveðið að hætta. Stór súla full með snuddum stendur fyrir utan jólasveinaverkstæðið hér í Nuuk. Hér er líka stærsti jólabréfapóstkassi í heimi. vel á fjórða metra. Fullur af bréfum.

Ég ætla allaveganna að vera dipló. Ég bý í Nuuk. Hér líður mér vel. Og auðvitað er jólasveinninn grænlenskur Halo Styttist í hangikjötið, hvíta sósu, grænar baunir frá Ora , rauðkál, og jólabland í glas.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband