Færsluflokkur: Bloggar

Samvinna milli Íslands og Grænlands

Það hefur tekið sinn tíma að byggja upp samvinnu milli Íslands og Grænlands. En sem oft er sagt "góðir hlutir gerast hægt". Og er þetta eitt af þvi sem hefur tekið tímana tvo

Vonandi þróast málin nú þannig að með auknum og betri samgöngum aukist öll samvinna milli landanna í kjölfarið.

 


mbl.is Flug til Nuuk allt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsmálaráðherra Danmerkur

Á myndinni lítur þetta út fyrir að vera Lars Barfod dómsmálaráðherra Danmerkur. Utanríkisráðherra Dana heitir Lene Espersen.


mbl.is Yfirgaf norðurhjararáðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegt samhengi

Það sýnir styrk Eva Joly að það skuli vera hún sem bendi á sögulegt samhengi og tengsl við Norðmenn. Sterk og mér að skapi.

 


mbl.is Joly: Norðmönnum ber að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna. Hvor har du været hele mit liv ?

Það er alveg með eindæmum hvað hægt er að þvæla um þessi mál. Hér finnst mér að sá danski vilji eigna sér eitthvað. Hvað það er læt kjurrt liggja. :-) Men meget dybsindigt :-)


mbl.is Íslensk þrjóska vegna nýlendustefnu Dana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinna nágranna í raun.

Samfara auknum samgöngum milli landanna tveggja koma þeir möguleikar sem lengi hafa verið til staðar nú enn betur í ljós. Heilbriðismálin eru að sjálfsögðu mikilvægust. Þegar flytja þarf mikið veika sjúklinga segjir það sig sjálft að tímalengd í flutningum skiptir miklu máli. Kostnaður lækkar einnig til muna og er það til hagsbóta fyrir heilbrigðiskerfið hér, og ekki veitir af. Þannig að þetta er hið allra besta mál og hefst vonandi bara á morgunn.

Þetta mál hefur lengi verið rætt og er það mjög jákvætt að niðurstaða hefur fengist. Vest-Norður þjóðirnar þrjár Grænland, Ílsand og Færeyjar eiga að auka samvinnu mikið. Og auknar samgöngur milli landanna skipta afgerandi máli. Eftir að farið var að fljúga beint milli Keflavíkur og Nuuk á sumrin hefur allt tal um Ísland aukist til muna hér í Grænlandi. Sem íslendingur búsettur hér til fjölda ára hef ég orðrið var við að fyrirspurnir hafa aukist mikið. Nú er tækifærið að bæta þessi mál til muna. Öllum til hagsbóta

bestu kveðjur heim  


mbl.is Flytja grænlenska sjúklinga til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyllilega og aldeilis sammála Ulrik Wilbek

Útiloka á Gunnar Prokop frá öllum afskiptum af handbolta eða bara íþróttum yfirleitt. Svona framkoma er ófyrirgefanleg og á ekki að geta komið fyrir í íþróttum án hörðustu refsingar.
mbl.is Wilbek vill að Prokop verði útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samskipti og tengsl Íslands og Grænlands

Það er gott að vita að vinir mínir frá Qaqortoq heimsækja Ísland og bjóða uppá á söng og dans. Og vill ég héðan frá Nuuk kvetja landa mína til að mæta á tónleika kórsins. Ég fyrir mitt leyti óska þeim góðrar ferðar og að þau njóti sem best.

Hvert einasta skipti sem við heimsækjum hvort annað til Íslands eða til Grænlands er það með til að styrkja böndin milli þessarra landa. Það má til gamans geta þess hér að í síðustu viku var Kammerkór Suðurlands í heimsókn hér í Nuuk. Þau sungu víða m.a annars á Landspítalanum í Nuuk, við opnun skriftstofu Foreningen Grönlandske Börn, elliheimilinu, Menningarhusinu Katuaq, bæjarstjórnarskrifstofu bæjarins, heima hjá okkur hjónum og yfirleitt bara tóku þau lagið við mikinn fögnuð áheyrenda. Og það síðasta sem ég heyrði frá þeim var rétt aður en þau stigu upp í flugvél Flugfélags Íslands sem flaug þeim og öðrum í beinu flugi til Keflavíkur. Þau vöktu mikla athygli með góðum söng og voru landi sínu og sönglistinni til mikins sóma. Margir hafa snúið sér til okkar eftir að þau eru farinn heim og látið í ljós hrifningu sína af þessum kór. Þessi heimsókn ásamt öðrum slíkum er með til að við kynnumst hvort öðru betur.

Nú er það svo að á síðustu árum hafa samgöngur milli landanna batnað og þar með aukist að fólkið frá þessum löndum heimsækji hvort annað.. Með þessu hefur auðveldast á allann hátt að styrkja böndin. T.d. þegar hátíðarhöld í tilefnis sjálfstjórnar var haldin 21 júní kom U-21 handknattleikslandslið karla fra Íslandi til að taka þátt og keppa við heimamenn. Eitt og annað hefur verið upp á teningnum. Margir ferðamenn hafa einnig lagt leið sína frá Íslandi. Ekki síst veiðimenn af öllum stærðum og gerðum :-) Meira af þessu

En betur má ef duga skal. Og það má benda á að margt er hægt ef vilji er fyrir hendi. Heimsókn til Grænlands er eitthvað sem aldrei gleymist. Það þarf að upplifa fegurð náttúru Grænlands til að skilja hvað um er að ræða. Það sama gildir um fallega landið Ísland. Um fólkið í þessu stóra landi hér þarf ég ekki að fara mörgum orðum um. Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa kynnst landi og þjóð í 40 ár. Hér er ég enn og mér líður vel. Það var tekið vel á móti mér þegar ég kom hér fyrst í byrjun árs 1971. Og mér líður vel í dag hér. Velvitandi að ég á mitt fallega Ísland sem næsta nágranna i austri. Þangað er alltaf gott að koma.

Þetta er nú það sem ég vildi sagt hafa í dag  


mbl.is Grænlenskur kór í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Granninn í vestri

Ekki hissa á þessu. Grænland er náttúruperla. Geysilega stórt land sem hefur uppá svo margt að bjóða fyir gestinn. Fjölbreytni í náttúru sem mannlífi.

Vonandi leiðir þetta til aukinnar samvinnu á þessu sviði sem öðrum. Það er afgerandi að báðir njóti góðs af möguleikunum sem fyrir hendi eru. Smile


mbl.is Grænland vinsæll áfangastaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuóskir frá Grænlandi

Sunnudagurinn var frábær, og mánudagur enn betri. Það var alveg sérstök tilfinning að hitta fólk á förnum vegi og fá rigningu af hamingjuóskum með árangur íslensku strákanna á ÓL. Þeim var hrósað fyrir að vera eins og þeir eru. Þeir unnu hug og hjörtu fólks. Alveg sérstakir sögðu flestir. Með eindæmum hvað þeir berjast, sögðu aðrir o.s.frv. Yfirleitt þykir mér sko alveg ágætt að vera íslendingur, en þetta gaf svolítið pepp verð ég að viðurkenna. 

Ég lofaði að koma þessum kveðjum og hamingjuóskum til skila, og geri það hér með.

Velkomnir heim drengir. Gæti hugsað mér að vera til staðar til að hylla ykkur, og upplifa stemninguna. Kem næst Smile


Við erum tilbúinn í slaginn og nú á handboltavellinum.

Gleðifréttir fyrir grænlenskan handbolta, og þíþróttina í heild sinni Þetta gat ekki farið á annann veg.

Nú er þetta á hreinu og Grænlenska landsliðið tilbúið í slaginn. Það er undankeppni um 3 sæti á HM. Keppnin fer fram í næsta mánuði í Sao Paolo í Brasilíu. Og með þessarri staðfestingu frá IHF er ekkert annað að gera en að gera allt til að þáttaka verði möguleg.

Grænlendingar muni ef ég þekki mína menn rétt gera sitt besta og kannski pínulítið meira til að sýna fram á það enn og aftur að þeir eigi rétt á að vera með, ekki bara sem meðlimir af PATHF og IHF heldur á vellinum í baráttu um sæti á HM.

Heppinn er ég að eiga tvö uppáhaldslið í handboltanum. Ég vill nota tækifærið að óska handboltastrákunum okkar í karlalandsliði Íslands velgengni í þeim verkefnum sem þeir taka þátt í vegna ÓL.

Kveðjur frá Nuuk í Grænlandi

Gummi Þ


mbl.is IHF staðfestir aðild Grænlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband