Félagslegar aðstæður eru margar aðstæður

Kveðja frá Grænlandi.

Slæmar félagslegar aðstæður, góðar félagslegar aðstæður, bættar félagslegar aðstæður. Ef maður velur að gera heimildarþátt fyrir sjáonvarp um eingöngu stórkostleg félagsleg vandamál þá er hægt að gera þáttinn hvar sem er að mínu mati. Það þarf ekki Grænland til. 

Og það er það sem ég sá í heimildarþætti frá danska sjónvarpinu í fyrradag, og aftur í gærkvöldi, og þá með grænlenskum texta. Það eru félagsleg vandamál í Grænlandi, á því leikur enginn vafi. Og ég held að enginn sé að reyna að fela það. En það eru framfarir, uppbygging, aukin menntun unga fólksins sem vega upp á móti. Mér dettur ekki í hug að fara að kenna einu eða neinu um af hverju þetta allt er eins og það er. það læt ég aðra um. Ég  hef mínar skoðanir um þau mál, og það má bíða betri tíma. Grænlendingar líkt og við íslendingar óska sér betri tíð og blóm í haga. Þetta tekur tíma og mun að mínu mati lukkast vel. Málið snýst að mínu mati um tíma.

Það sem gæti verið áhugavert er að sjá hvort eitthvað komist á blað um hvenig ég persónulega lít á hið daglega líf hér og þá sem eiginmaður, giftur Bendo, Sem faðir fjögurra barna sem öll eru grænlensk. Afi fjögurra barna, og eitt á leiðinni (næsta mánuði) Búsettur hér frá 1971, með hléum. Ég hef, og geri enn, litið á það sem viss forréttindi að hafa fengið tækifæri til að eyða stórum hluta af mínum nú 58 æviárum hér í Grænlandi.

 

Grænland er að mínu mati PERLA í sjálfum sér. Náttúran á sér engan líka. Íbúar þessa lands og menning, það stórkostlegasta sem ég hef kynnst. Kannski get ég skrifað sögu og aðra sem segir frá jákvæðum hliðum mála hér í þessu góða landi, sem hefur alltaf tekið mér vel. Það eru margir sem sjá um að fræða um hinar dökku, og að sjálfsögðu skal það vera með.

En vandamál eru verkefni sem þarf að vinna að þvi að bæta og leysa. Og þetta skeður ekki bara af sjálfu sér, og sérstaklega ekki ef aðeins er lítið á málin frá einni hlið. Mér er mikið í mun að börnin mín og barnabörn, og öll börn í Grænlandi fái góðan uppvöxt og möguleika í framtíðinni.

Látum okkur nú sjá hvað ég er duglegur við að skrifa mitt. Kannski ég standi við það sem ég hafði lofað mér. og það er að segja frá Grænlandi á minn hátt.

Með bestu kveðjum frá Nuuk

Guðmundur (Gujo) Þorsteinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Landið er perla, engin spurning. en stjórnkerfið er í rúst, það er heldur engin spurning.

Eins og ég skrifaði í athugasemdir hér áðan, reyndi þátturinn að svara því af hverju ungir Grænlendingar kjósa fæstir að koma til baka, þ.e. þeir sem mennta sig.

Þú segir - Aukin menntun ungs fólks.

það eru 44 í háskólanum hér. Brottfall eftir grunnskóla er 10 x hærra en í DK. Veit ekki hvað það er á Íslandi, en man þó að pr. höfðatölu væru 650 manns að útskrifast árlega úr háskóla ef það væri svipað og á Íslandi.

Þetta er tæplega hægt að kalla aukin menntun. Pólitíkusarnir hér sögðu í vor sl. að það væri stefnt að 30% aukningu á háskólamenntun - eftir 13 ár, og þá var viðmiðunin 26 nemendur... Aukningin á Íslandi var 65% á 5 árum, og miðaðist þó ekki við byrjunarreit.

Etv. er uppbygging í Nuuk, en hér á Suður Grænlandi - og Austur Grænlandi, þeim svæðum sem ég þekki, er uppbyggingin engin.

Í Nuuk búa flestir þeir sem eru í þeim 25% þjóðarinnar sem hafa 800.000 dkk í árslaun.

25% hafa hinsvegar 78.000 í árslaun, og fæstir þeirra eru í Nuuk.

Veit ekki betur en að í Nuuk sé 15-28 ára biðlisti eftir húsnæði, það kalla ég ekki biðlista, heldur rugl.

Þú mátt ekki taka það svo að ég sé að ráðast á þig eða þínar skoðanir, ókunnur maðurinn, en það má að mínu mati bara ekki sætta sig við aðstæður og segja að það stefni allt upp á við. Leiðin frá botninum er annað hvort til hliðar, eða upp.Núna er hún ekki upp, og það sýndi þessi þáttur ágætlega.

Með kveðju að sunnan...

Baldvin Kristjánsson, 2.11.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Grænlandsblogg Gumma Þ

Sæll Baldvin

Ég vill byrja á því að svara því sem þu skrifar að síðustu í þinni annars ágætu athugasemd við mín skrif. Ég tek ekki nærri mér kritik á mínar skoðanir. Mér finnst það sjálfsagður hlutur að aðrir hafi skoðanir á hlutunum. Þegar maður bíður uppá blog svo er það öruggt að maður fær gesti sem hafa aðrar skoðanir. Og svoleiðis á þetta að vera. Ég get bætt því við án þess að roðna að ég hef aldrei sætt mig við ástand sem mér finnst hafa þarfnast að eitthvað sé gert við.  Og er enn í gangi hér í Nuuk að vinna með unga fólkinu, kallinn á gamals aldri. Respekt

Mér þykir óskaplega vænt um það að fyrsta og enn eina athugasemd við mín blogskrif skulu koma frá þér, búsettum í mínum gamla bæ Qaqortoq. Þar bjó ég i mörg ár kannski ein 14-15.

Ég get verið sammála þér í mörgu af því sem þú skrifar. Þú hefur mótað þér þínar skoðanir á "ástandinu". Og það virði ég.

Ég get skrifað um alla hina neikvæðu hluti sem ske hér í Grænlandi. Ég er vel inní málum, tölum um flesta hluti. en eins og ég skrifaði í innleggi mínu valdi ég hina leiðina, það er að sýna það sem er jákvætt.

Mér finnst alveg nógu margir skrifa um eingöngu hið neikvæða. Og ef lesendur finna hjá sér þörf til að fræðast um þá hluti lífsins eru skrif að finna frá Hagstofu til vikurita.

Mínar bestu kveðjur í Hvíta bæinn.

Gujo

Grænlandsblogg Gumma Þ, 2.11.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Sæll aftur

Og kveðja frá Stefáni sem var hér í gærkvöldi í kaffi og koníaki...

Fínt að sjá að þú tókst þessu ekki persónulega. Annars bý ég með frænku konunnar þinnar... og brúðkaup væntanleg í Hvalseyjarkirkju á 600 ártíð brúðkaupsins 1408 :-)

Ég er ekki viss um að það sé rétt hjá þér að ég hafi myndað mér sérstakar skoðanir á þessum málum. Ég taldi bara upp staðreyndir, finnst þær tala sínu máli ágætlega og væri ágætt ef pólitíkusarnir hér héldu sig við staðreyndir en skautuðu ekki svona létt yfir þær. Sá sem veit ber ábyrgð... þar með ég.

Það er etv afleiðing af slakri pólitískri þátttöku í landinu, sem aftur er etv hægt að skýra sem arfleifð frá nýlendutímanum - og svo til engri menntun á framhaldsstigi (?).

Ég hef heyrt oftar en einu sinni, bæði frá vinum og pólitíkusum sem ég hef rætt við hér "þetta eru bara tölur" - og þess vegna hef ég lagt mig eftir að finna fleiri tölur... :-)

með kveðju úr hvíta bænum..

Baldvin Kristjánsson, 3.11.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Grænlandsblogg Gumma Þ

Sæll aftur Baldvin góður.

Bestu kveðjur í hreindýrakallinn.Það er gott að heyra að þú/þið ætlið að gifta ykkur. Nú verður þú að ljóstra upp hver sú heppna er..

Og þar kemur þú að ágætis staðreynd sem hefur verið notuð mikið, m.a. í þessum fræga þætii. Nepotismi. Þar sem maður hampar t.d.fjölskylduvini eða nánum ættingja emð starfi eða örðum góðum hlutum.

Í Grænlandi eru allir meira eða minna tengdir hvor öðrum. Og það er næstum því ófrávíkjanleg regla að ættartengsl finnast einhvers staðar. Nú er grafið í botn og ef einhver fær eitthvað t.d. góða vinnu þá telst það Nepotisme eða kammerateri. Þetta var hliðarspor.

Ég hef sem sagt verið hér í Grænlandi meira eða minna í 37 ár. Nú veit ég ekki hveursu gamall þú ert en giska á að þú sért einhvers staðar í kringum þennan aldur. Ég get vafalaust ausið út ástæðum um hvers vegna ég tel að ástandið sé eins og það er í dag.

Eitt get ég nefnt þar sem tölur eru með. Á sjöunda áratugnum var neysla áfengis sem svarar til 24 lítrar af hreinum vínanda á hvert mannsbarn yfir 14 ár. Í dag er talan í kringum 12 lítrar. Ímyndaðu þér ástandið á þessum tíma. En áfram með smjérið. 30 ár eru ekki langur tími fyrir þjóð í uppbyggingu. Þetta ættum við landarnir að vita.

Ég hef eitt öllum mínum fítíma með ungu fólki hér í Grænlandi. Þekki því vel til þeirra haga. Ég er ennþá að, og nú ekki bara í frítímanum heldur vinn ég við þetta líka. Mín reynsla er. Auðvitað eiga stjórnmálamenn að sýna ábyrgð. En svo sannarlega eigum við líka að vera ábyrg gjörða okkar líka og taka þátt.

Kæri Baldvin. Ég læt þessi orð vera mín síðustu um þetta tiltekna efni. Ég bið að heilsu í Hvíta bæinn, kærustu þína, sem ég gæti hugsað mér að vita hver er. Halltu Stefáni við koníakið, og minntu hann á að hreynýrakjöt er góður matur, sérstaklega ef það er ókeypis fefið af vinum frá Suður hluta landsins. Ef honum vantar heimilisfangið mitt þá er bara að spyrja.

Gujo

Grænlandsblogg Gumma Þ, 3.11.2007 kl. 21:00

5 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

þá segjum við það, síðustu orðin fallin.

Susanne Bak... það held ég reyndar að frúin þín viti :-)

með kveðju

Baldvin Kristjánsson, 4.11.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband