Kuldinn herjar á okkur í Grænlandi

 Ekkert óvenjulegt við að það sé kalt í Grænlandi, en þetta er reglulega burrrrrrrrr Errm

Í morgunn þegar í fór út að setja bílinn í gang var mér óvenjulega kalt. Bíllinn hrökk í gang eftir að hafa gefið merki um að nú var andsk...... kalt.

Eitt af því sem ég geri yfirleitt á hverjum degi er að kíkja inn á mbl.is og les fréttir og tjékka á veðrinu. Einhver skyldurækni kannski. svo datt mér í hug að það væri kannski einhver heima sem kíkti inn hér og léti sig dreyma um að koma í kuldann til okkar hér.

Óvenjulega kalt. Mjög langt tímabil með miklum kulda hefur herjað á okkur hér í Grænlandi. Í Nuuk á vesturströndinni var staðan þannig þegar ég athugaði stöðuna síðast - 26 gráður. Töluverður vindur sem gerir það að verkum að kuldafaktor er niðri í - 42 gráðum 

Spáin fyrir helgina segir frost á nóttinni undur -30 gráður. Hafið er byrjað að frjósa til og trufla siglingar. Þannig er ís orðinn landfastur hér rétt norðan við Nuuk.

Þótt oft sé kalt í Grænlandi er þetta óvenjulega kalt á vesturströndinni við Nuuk. Þannig segja mælingar að fyrsta vika í fenrúar sé töluvert undir meðaltali. Þannig var meðaltal fyrstu viku febrúar samkvæmt mælingum DMI (Danmarks Meteralogiske Institut) 1961-1990 mínus 7,8 gráður. Nú 2008 er meðaltal fyrstu viku febrúar 14,8 gráður. 

Svona er nú það. Læt mér því nægja að hlýna um hjartarætur, og hugsa heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll!

Ég rakst á þessa síðu af tilviljun og já, við hjónin erum einmitt að velta fyrir okkur að skjótast til Nuuk í vetur og erum að afla okkur upplýsinga. En ansi er kalt hjá ykkur núna.

kv. Inga Finnbogadóttir, tilvonandi Grænlandsfari

Inga Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband