8.2.2008 | 13:36
Kuldinn herjar á okkur í Grænlandi
Ekkert óvenjulegt við að það sé kalt í Grænlandi, en þetta er reglulega burrrrrrrrr
Í morgunn þegar í fór út að setja bílinn í gang var mér óvenjulega kalt. Bíllinn hrökk í gang eftir að hafa gefið merki um að nú var andsk...... kalt.
Eitt af því sem ég geri yfirleitt á hverjum degi er að kíkja inn á mbl.is og les fréttir og tjékka á veðrinu. Einhver skyldurækni kannski. svo datt mér í hug að það væri kannski einhver heima sem kíkti inn hér og léti sig dreyma um að koma í kuldann til okkar hér.
Óvenjulega kalt. Mjög langt tímabil með miklum kulda hefur herjað á okkur hér í Grænlandi. Í Nuuk á vesturströndinni var staðan þannig þegar ég athugaði stöðuna síðast - 26 gráður. Töluverður vindur sem gerir það að verkum að kuldafaktor er niðri í - 42 gráðum
Spáin fyrir helgina segir frost á nóttinni undur -30 gráður. Hafið er byrjað að frjósa til og trufla siglingar. Þannig er ís orðinn landfastur hér rétt norðan við Nuuk.
Þótt oft sé kalt í Grænlandi er þetta óvenjulega kalt á vesturströndinni við Nuuk. Þannig segja mælingar að fyrsta vika í fenrúar sé töluvert undir meðaltali. Þannig var meðaltal fyrstu viku febrúar samkvæmt mælingum DMI (Danmarks Meteralogiske Institut) 1961-1990 mínus 7,8 gráður. Nú 2008 er meðaltal fyrstu viku febrúar 14,8 gráður.
Svona er nú það. Læt mér því nægja að hlýna um hjartarætur, og hugsa heim.
Athugasemdir
Heill og sæll!
Ég rakst á þessa síðu af tilviljun og já, við hjónin erum einmitt að velta fyrir okkur að skjótast til Nuuk í vetur og erum að afla okkur upplýsinga. En ansi er kalt hjá ykkur núna.
kv. Inga Finnbogadóttir, tilvonandi Grænlandsfari
Inga Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.