Samskipti og tengsl Íslands og Grænlands

Það er gott að vita að vinir mínir frá Qaqortoq heimsækja Ísland og bjóða uppá á söng og dans. Og vill ég héðan frá Nuuk kvetja landa mína til að mæta á tónleika kórsins. Ég fyrir mitt leyti óska þeim góðrar ferðar og að þau njóti sem best.

Hvert einasta skipti sem við heimsækjum hvort annað til Íslands eða til Grænlands er það með til að styrkja böndin milli þessarra landa. Það má til gamans geta þess hér að í síðustu viku var Kammerkór Suðurlands í heimsókn hér í Nuuk. Þau sungu víða m.a annars á Landspítalanum í Nuuk, við opnun skriftstofu Foreningen Grönlandske Börn, elliheimilinu, Menningarhusinu Katuaq, bæjarstjórnarskrifstofu bæjarins, heima hjá okkur hjónum og yfirleitt bara tóku þau lagið við mikinn fögnuð áheyrenda. Og það síðasta sem ég heyrði frá þeim var rétt aður en þau stigu upp í flugvél Flugfélags Íslands sem flaug þeim og öðrum í beinu flugi til Keflavíkur. Þau vöktu mikla athygli með góðum söng og voru landi sínu og sönglistinni til mikins sóma. Margir hafa snúið sér til okkar eftir að þau eru farinn heim og látið í ljós hrifningu sína af þessum kór. Þessi heimsókn ásamt öðrum slíkum er með til að við kynnumst hvort öðru betur.

Nú er það svo að á síðustu árum hafa samgöngur milli landanna batnað og þar með aukist að fólkið frá þessum löndum heimsækji hvort annað.. Með þessu hefur auðveldast á allann hátt að styrkja böndin. T.d. þegar hátíðarhöld í tilefnis sjálfstjórnar var haldin 21 júní kom U-21 handknattleikslandslið karla fra Íslandi til að taka þátt og keppa við heimamenn. Eitt og annað hefur verið upp á teningnum. Margir ferðamenn hafa einnig lagt leið sína frá Íslandi. Ekki síst veiðimenn af öllum stærðum og gerðum :-) Meira af þessu

En betur má ef duga skal. Og það má benda á að margt er hægt ef vilji er fyrir hendi. Heimsókn til Grænlands er eitthvað sem aldrei gleymist. Það þarf að upplifa fegurð náttúru Grænlands til að skilja hvað um er að ræða. Það sama gildir um fallega landið Ísland. Um fólkið í þessu stóra landi hér þarf ég ekki að fara mörgum orðum um. Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa kynnst landi og þjóð í 40 ár. Hér er ég enn og mér líður vel. Það var tekið vel á móti mér þegar ég kom hér fyrst í byrjun árs 1971. Og mér líður vel í dag hér. Velvitandi að ég á mitt fallega Ísland sem næsta nágranna i austri. Þangað er alltaf gott að koma.

Þetta er nú það sem ég vildi sagt hafa í dag  


mbl.is Grænlenskur kór í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband